H.Hampur er hráframleiðslufyrirtæki sem vinnur þráð og allar þær helstu hrávörur úr hampi. Hampurinn er keyptu beint frá íslenskum bændum og hrávaran er seld áfram til stofnanna og einstaklinga.
Við höfum lengi haft áhuga á vistvænari ræktun, landbúnaði og sköpun, og þegar við skráðum okkur í áfanga í FNV að nafni frumkvöðlafræði þar sem nemendur stofnuðu sín eigin fyrirtæki, kom ekki annað til greina en að stofna framleiðslu fyrirtæki sem væri í beinum tengslum við bændur og með hamp sem aðal viðfangsefni.
Við fengum hamp frá bónda í Skagafirðinum og leifi til að nota hlöðu í eigu fjölskyldu Heiðars, og þannig byrjuðum við að prófa okkur áfram.
Með þessari fyrirtækja hugmynd skráðum við okkur í ungir frumkvöðla keppnina. Þar hlutum við verðlaun fyrir Áhugaverðustu nýsköpunina.
Okkar markmið er að Koma með vistvænan ræktaðan hamp inna á markaðinn sem getur verið nýttur í allskyns vistvænar vörur sem allar hafa það sameiginlegt að vera vistvænar. Vörur sem brotna niður að lífi sínu loknu og enda frekar í moltu en í urðun, og þannig minnka notkun gerviefna sem í kjölfarið spornar við mengun og sóun.
Við viljum styrkja íslenskan landbúnað með nánu og sanngjörnu sambandi við þá bændur sem velja að framleiða hamp.